Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig

Liðsmenn Aston Villa fagna marki.
Liðsmenn Aston Villa fagna marki. Ljósmynd/Aston Villa

Nýliðar Aston Villa halda áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Í morgun greindi félagið frá því að það hefði fengið hinn 21 árs gamla Ezri Konza til liðs við sig frá enska B-deildarliðinu Brentford og er hann sjöundi leikmaðurinn sem Aston Villa fær til liðs við sig í sumar.

Konza er varnarmaður sem var í U21 árs landsliðshópi Englendinga á Evrópumótinu á Ítalíu í sumar og þá var hann í liði Englands sem vann heimsmeistaratitilinn á HM U20 ára landsliða fyrir tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert