Crouch er hættur

Peter Crouch í leik með Stoke.
Peter Crouch í leik með Stoke. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Peter Crouch, fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Crouch er 38 ára gamall sem lék sex leiki með Burnley í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa yfirgefið Stoke. Hann hóf sinn feril með Tottenham en kom víða við á ferli sínum og lék meðal annars með Portsmouth, Aston Villa, Southampton, Liverpool og Stoke.

Crouch lék 42 leiki með enska landsliðinu og skoraði í þeim 22 mörk.

„Okkar yndisleg fótbolti hefur gefið mér allt. Ég er svo þakklátur öllum sem hafa hjálpað mér að komast þangað sem ég náði og spila svona lengi. Ef það hefði verið sagt mig við þegar ég var 17 ára gamall að ég myndi spila á HM, komast í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni, vinna enska bikarinn og skora 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni þá hefði ég lokað viðkomandi inni,“ segir Crouch á Twitter-síðu sinni.

mbl.is