United burstaði Leeds (myndskeið)

Marcus Rashford fagnar marki sínu ásamt Juan Mata og Paul …
Marcus Rashford fagnar marki sínu ásamt Juan Mata og Paul Pogba. AFP

Manchester United vann öruggan 4:0 sigur gegn enska B-deildarliðinu Leeds í vináttuleik liðanna í Ástralíu í dag.

Hinn ungi Mason Greenwood skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið United þegar hann skoraði á 7. mínútu og Marcus Rashford bætti við öðru á 27. mínútu eftir að hafa sólað varnarmann Leeds upp úr skónum.

Í seinni hálfleik bættu Phil Jones og Anthony Martial við tveimur mörkum og kom mark Martial úr vítaspyrnu en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, gerði 11 breytingar á liði sínu í hálfleik.

Markvörðurinn David de Gea gat ekki spilað í dag vegna veikinda og Romelu Lukaku var ekki í leikmannahópnum vegna meiðsla en flest bendir til þess að hann sé á leið til ítalska liðsins Inter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert