Roma að kaupa varnarmann Liverpool

Dejan Lovren í leik með Liverpool.
Dejan Lovren í leik með Liverpool. AFP

Roma og Liverpool eru í viðræðum um kaup ítalska félagsins á Dejan Lovren, varnarmanni Liverpool. Lovren er á eftir Virgil van Dijk, Joel Matip og Joe Gomes í goggunarröðinni á Anfield. 

Lovren ku vera áhugasamur að færa sig um set, svo hann fái að spila meira. Lovren er þrítugur Króati sem kom til Liverpool frá Southampton 2014 og hefur skorað fimm mörk í 122 leikjum með liðinu. 

Roma hefur mikinn áhuga á að fá varnarmann til liðs við sig áður en tímabilið hefst á Ítalíu. Roma mætir Genoa á heimavelli á laugardaginn kemur í 1. umferð ítölsku A-deildarinnar.

Fyrr í sumar var Roma orðað við Toby Alderweireld hjá Tottenham, en félagið var ekki reiðubúið að borga þær 25 milljónir punda sem enska félagið vildi fyrir leikmanninn. 

mbl.is