Liverpool slapp með skrekkinn - Gylfi vann

Roberto Firmino fagnar marki sínu.
Roberto Firmino fagnar marki sínu. AFP

Liverpool er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 2:1-útisigur á Southampton í dag. Liverpool komst í 2:0, en Southampton var hársbreidd frá því að jafna í seinni hálfleik. 

Southampton var sterkara liðið stærstan hluta fyrri hálfleiks og var nokkrum sinnum nálægt því að skora fyrsta mark leiksins. Það kom því gegn gangi leiksins þegar Sadio Mané skoraði eina mark fyrri hálfleiks í uppbótartíma með fallegu skoti. 

Liverpool lék betur í seinni hálfleik og tvöfaldaði forskotið á 71. mínútu er Roberto Firmino skoraði eftir að Mané vann boltann á vinstri kantinum.

Gamli Liverpool-maðurinn Danny Ings kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og hann minnkaði muninn í 2:1 eftir skelfileg mistök Adrián í marki Liverpool á 83. mínútu. Ings fékk svo dauðafæri skömmu síðar til að jafna metin en hann hitti boltann illa í markteignum og Liverpool fagnaði þremur stigum. 

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton náðu í sinn fyrsta sigur er liðið fékk Watford í heimsókn. Brasilíumaðurinn Bernard skoraði sigurmarkið á 10. mínútu. Gylfi lék allan leikinn með Everton. 

Þá skoraði Finninn Teemu Pukki þrennu í sannfærandi 3:1-sigri nýliða Norwich á Newcastle á heimavelli. Jonjo Shelvey skoraði sárabótarmark fyrir Newcastle í lokin 

Úrslit leikjanna sem hófust kl. 14: 

Aston Villa - Bournemouth 1:2
Luiz 71 - Joshua King 2. (víti) Harry Wilson 10. 

Brighton - West Ham 1:1
Leandro Trossard 65. - Chicharito 61.

Everton - Watford 1:0
Bernard 10.

Norwich - Newcastle 3:1 
Pukki 32. 63. 75. - Shelvey 90.

Southampton 1:2 Liverpool opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is