Viðræður Inter og United komnar af stað

Alexis Sánchez hefur ekki náð sér á strik með Manchester …
Alexis Sánchez hefur ekki náð sér á strik með Manchester United. AFP

Umboðsmaður Alexis Sánchez, leikmanns Manchester United, er mættur til Englands til að ræða við forráðamenn félagsins varðandi hugsanlegan lánssamning Sánchez við Inter á Ítalíu.  

Að sögn Sky á Ítalíu hefur Sánchez mikinn áhuga á að yfirgefa Manchester United og er hann spenntur fyrir áhuga Inter. Ítalska félagið er hrifið af leikmönnum enska félagsins því Romelu Lukaku fór frá United til Inter á dögunum. 

Inter vill fá annan sóknarmann til félagsins fyrir tímabilið sem hefst um næstu helgi. Félagið hafði áhuga á Edin Dzeko, en Bosníumaðurinn ákvað að framlengja samningi sínum við Roma á dögunum. 

Sánchez hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til United frá Arsenal í janúar á síðasta ári. Hann hefur aðeins skoraði fimm mörk í 45 leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert