Gylfi á sínum stað í byrjunarliðinu

Gylfi Þór Sigurðsson byrjar í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar í kvöld. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er á sínum stað í byrjunarliði Everton sem mætir Aston Villa í fyrsta leik þriðju umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en flautað er til leiks klukkan 19.

Everton er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina, en af liðinu í kvöld er það helst að frétta að þeir Alex Iwobi og Moise Kean sem keyptir voru í sumar eru á bekknum.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu mbl.is, en byrjunarliðin eru þannig skipuð:

Aston Villa: Heaton, Guilbert, Engels, Mings, Taylor, Jota, Luiz, McGinn, Grealish, Trezeguet, Wesley.

Everton: Pickford, Coleman, Keane, Mina, Digne, Schneiderlin, Gomes, Gylfi Þór Sigurðsson, Richarlison, Bernard, Calvert-Lewin

mbl.is

mbl.is