Sannur heiður að framlengja við United

David de Gea.
David de Gea. AFP

„Það hafa verið forréttindi að eyða átta árum hjá þessu frábæra félagi og tækifærið til að halda áfram ferli mínum hjá Manchester United er sannur heiður,“ segir David de Gea, markvörður Manchester United, sem hefur loksins skrifað undir nýjan samning við félagið.

Spánverjinn skrifað undir samning sem gildir fram í júní 2023 með möguleika á framlengingu um eitt ár. Hann kom til United frá spænska liðinu Atlético Madrid árið 2008.

„Síðan ég kom hingað hefði ég aldrei getað ímyndað mér að ég myndi spila yfir 350 leiki fyrir þetta félag. Nú er framtíð mín komin á hreint og allt sem ég vil er að hjálpa þessu liði að ná því sem ég tel að við getum og unnið aftur titla,“ segir De Gea á vef Manchester United.

Dea Gea, sem er 28 ára gamall, hefur á ferli sínum hjá Manchester-liðinu spilað 367 leiki og hefur orðið Englandsmeistari með liðinu, bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og fagnað sigri í Evrópudeildinni.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert