Aðeins einn miðvörður til taks hjá City

John Stones verður frá næstu vikurnar.
John Stones verður frá næstu vikurnar. AFP

John Stones, varnarmaður Manchester City, verður frá næstu sex vikurnar vegna vöðvameiðsla. Nicolás Otamendi er þar með eini miðvörður Manchester City sem er ekki á sjúkralistanum, þar sem Aymeric Laporte verður frá í langan tíma. 

„Það verður svakaleg áskorun fyrir mig að vera bara með einn miðvörð, Nico. Ég hef samt sem áður trú á okkur. Við sjáum til hvernig við leysum þetta. Fótbolti snýst um að koma sér úr erfiðum aðstæðum stundum,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, á blaðamannafundi í dag. 

Miðjumaðurinn Fernandinho gæti leyst Stones af hólmi. Guardiola færði Javier Mascherano frá miðjunni og í miðvarðarstöðuna með góðum árangi er hann var knattspyrnustjóri Barcelona. 

mbl.is