Gylfi á bekknum hjá Everton

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson AFP

Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á varamannabekknum hjá Everton sem tekur á móti West Ham á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 11:30 í dag.

Everton hefur gengið afleitlega í deildinni til þessa og situr liðið í fallsæti eftir átta umferðir. Liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð og gerir Marco Silva, knattspyrnustjóri liðsins, fimm breytingar frá síðasta leik, 1:0-tap gegn Burnley. Þar á meðal setur hann Gylfa á bekkinn en Alex Iwobi kemur inn í hans stöðu og spilar fyrir aftan fremsta mann sem í dag verður Richarlison.

Gylfa hefur enn ekki tekist að skora mark í deildinni fyrir Everton til þessa en hann skoraði 13 mörk á síðustu leiktíð. Eina mark hans á leiktíðinni kom úr víta­spyrnu gegn Lincoln City í 2. um­ferð ensku deilda­bik­ar­keppn­inn­ar.

mbl.is