Botnliðið enn án sigurs (myndskeið)

Watford er enn án sigurs í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Bournemouth á heimavelli sínum í dag. 

Wat­ford er á botn­in­um með fimm stig og er eina liðið sem enn hef­ur ekki unnið leik. Bournemouth er í áttunda sæti með 13 stig. 

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá allt það helsta úr leiknum. 

mbl.is