Villa réð ekki við meistarana í seinni (myndskeið)

Manchester City er komið í annað sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu eft­ir þægi­leg­an sig­ur gegn nýliðum Ast­on Villa á Eti­had-vell­in­um í Manchester í tí­undu um­ferð deild­ar­inn­ar í dag.

Leikn­um lauk með 3:0-sigri City en staðan í hálfleik var marka­laus.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll mörkin og tilþrifin úr leiknum. 

mbl.is