Fjórir leikmenn United hafa komist á blað

Marcus Rashford hefur skorað á þessu tímabili.
Marcus Rashford hefur skorað á þessu tímabili. AFP

Illa hefur gengið hjá Manchester United fyrir framan markið það sem af er þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Fram til þessa hefur liðið einungis skorað 13 mörk í 11 leikjum. Athyglisvert er að skoða hvaða leikmenn hafa skorað mörk Manchester United, en þeir eru einungis fjórir talsins. 

Af lærisveinum Ole Gunnars Solskjærs, knattspyrnustjóra félagsins, hafa einungis Anthony Martial, Scott McTominay, Daniel James og Marcus Rashford fundið netmöskvana á tímabilinu. United ásamt Crystal Palace er eina liðið þar sem einungis fjórir leikmann hafa komist á blað. Næst á eftir þeim koma Norwich og Southampton með fimm leikmenn.

Manchester United situr í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átján stigum á eftir toppliði Liverpool. Næsti leikur liðsins er á sunnudag þegar það tekur á móti Brighton á heimavelli. 

mbl.is