Samanburðurinn á Klopp og Guardiola (myndskeið)

Þýski blaðamaðurinn Raphael Honigstein ber saman knattspyrnustjórana Jürgen Klopp hjá Liverpool og Pep Guardiola hjá Manchester City í aðdraganda stórleiksins í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar Liverpool fær Englandsmeistara City í heimsókn á Anfield á sunnudaginn.

Á dögunum kom bók út um Klopp sem Honigstein skrifaði en hann verður gestur í upphitun á Síminn Sport á sunnudaginn.

„Það er erfitt að segja núna að annar þeirra sé fremri öðrum. Úrslitin hafa verið ögn hagstæðari fyrir Klopp en um leið má benda á að það var Guardiola sem hampaði mikilvægasta bikarnum að tímabilinu loknu,“ segir Honigstein meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði.

Pep Guardiola og Jürgen Klopp.
Pep Guardiola og Jürgen Klopp. AFP
mbl.is