Hrakfarir Arsenal héldu áfram gegn Leicester

James Maddison og Jamie Vardy sáu um Arsenal í dag.
James Maddison og Jamie Vardy sáu um Arsenal í dag. AFP

Leicester vann sinn fjórða leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið fékk Arsenal í heimsókn á King Power-völlinn í Leicester í tólftu umferð deildarinnar í dag. Leiknum lauk með 2:0-sigri Leicester en staðan í hálfleik var markalaus.

Jamie Vardy kom Leicester yfir með laglegu skoti úr teignum á 68. mínútu og það var svo James Maddison sem skoraði annað marki Leicester með föstu skoti utan teigs eftir góðan undirbúning Jamie Vardy.

Leicester fer með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar í 26 stig og er með jafn mörg stig og Chelsea. Liðið hefur eins stigs forskot á Manchester City sem mætir Liverpool á morgun í stórleik helgarinnar en Arsenal er í sjötta sætinu með 17 stig, átta stigum frá Meistaradeildarsæti.

Leicester 2:0 Arsenal opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert