Warnock er hættur

Neil Warnock.
Neil Warnock. AFP

Neil Warnock er hættur í starfi knattspyrnustjóra hjá enska B-deildarliðinu Cardiff City en það var sameiginleg niðurstaða hjá honum og félaginu að leiðir skildu.

Warnock tók við liði Cardiff í október 2016 og undir hans stjórn tryggði liðið sér sæti í úrvalsdeildinni þar sem það lék á síðustu leiktíð en féll úr deildinni síðastliðið vor.

Cardiff hefur farið illa af stað í B-deildinni. Liðið hefur aðeins unnið fimm af 16 leikjum sínum og er í 14. sæti deildarinnar. Warnock gaf það út fyrir tímabilið að það yrði hans síðasta en hann er 70 ára gamall og hefur verið í þjálfun frá árinu 1980.

mbl.is