Í bann og sektaður vegna Twitter-færslu

Bernardo Silva.
Bernardo Silva. AFP

Bernardo Silva, miðjumaðurinn snjalli í liði Englandsmeistara Manchester City, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins og er gert að greiða 50 þúsund pund í sekt sem jafngildir rúmum 8 milljónum króna.

Enska knattspyrnusambandið kæri Silva vegna Twitter-færslu sem hann sendi til liðsfé­laga síns, Benjam­ins Men­dy, í september.

Silva var sakaður um kynþátta­for­dóma en í Twitter-færsl­unni birti hann mynd af Men­dy þegar hann yngri og við hlið hans var lít­il svört fíg­úra.

Silva tekur bannið út í leik gegn Chelsea þann 23. þessa mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert