Fá titlasafnara til að bæta úr titlaleysinu

Jose Mourinho
Jose Mourinho AFP

„Nei, ég elska stuðningsmenn Chelsea of mikið,“ sagði José Mourinho árið 2015 þegar hann var spurður hvort hann hefði íhugað að taka við Tottenham þegar honum var boðið starfið haustið 2007. Í gær var þessi 56 ára gamli Portúgali samt sem áður kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Tottenham til ársins 2023.

Stuðningsmenn, leikmenn og forráðamenn Tottenham eru orðnir langeygir eftir verðlaunagrip í safnið eftir að hafa ekki unnið titil í rúman áratug, eða síðan liðið vann deildabikarinn árið 2008. Það er eini titill félagsins á þessari öld. Mourinho hefur unnið til verðlauna hjá hverju einasta félagi sem hann hefur stjórnað, frá því að hann tók við Porto árið 2002. Tottenham vantar titil + Mourinho vinnur alls staðar titil = Daniel Levy tók hárrétta ákvörðun með því að ráða þennan einstaka knattspyrnustjóra.

Stjóri á niðurleið

En málið er ekki endilega alveg svo einfalt. Mourinho tekur við Tottenham í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti, og liðið hefur ekki unnið útileik á Englandi síðan í janúar. Stjörnuleikmenn liðsins hafa virkað áhugalausir og gengið verið slæmt síðasta árið, ef frá er talið ævintýri liðsins í Meistaradeild Evrópu sem lauk í úrslitaleik í vor. Mourinho hefur sömuleiðis náð sífellt verri árangri eftir því sem árin hafa færst yfir. Í síðasta starfi hans, sem stjóri Manchester United, vann hann sína titla í deildabikarnum og Evrópudeildinni, sem og reyndar Samfélagsskjöldinn, á sínu fyrsta tímabili en svo ekki söguna meir. Áður hafði hann unnið tvennu með Chelsea 2015 en skildi svo við liðið í fallbaráttu í desember sama ár.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »