Félagið sem á Man. City orðið það verðmætasta í fótboltanum

Man. City mátti sætta sig við 1:1-jafntefli við Shaktar Donetsk …
Man. City mátti sætta sig við 1:1-jafntefli við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í gær. AFP

Bandaríska fjárfestingafyrirtækið Silver Lake hefur fest kaup á 10% hlut í City Football Group, móðurfélagi knattspyrnufélagsins Manchester City, sem gerir félagið eitt það alverðmætasta í heimi.

Fjárfesting Silver Lake nemur 500 milljónum Bandaríkjadala og eftir hana er CFG metið á 4,8 milljarða dala. Samkvæmt yfirliti Forbes í sumar er aðeins Dallas Cowboys, sem leikur í NFL-deildinni, verðmætara á meðal fyrirtækja sem sjá um rekstur íþróttafélaga en félagið var þá metið á 5 milljarða dala.

CFG á hlut í sjö knattspyrnufélögum, þar á meðal New York City FC í Bandaríkjunum og Melbourne City í Ástralíu.

Manchester City vann einstaka þrennu á síðustu leiktíð þegar liðið varð Englandsmeistari, vann enska bikarinn og enska deildabikarinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert