Kærkominn sigur Palace (myndskeið)

Crystal Palace vann sinn fyrsta sigur síðan 5. október í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið hafði betur gegn Burnley á útivelli, 2:0.

Wilfried Zaha og Jeffrey Schlupp skoruð mörk Palace, en liðið hafði átt í erfiðleikum eftir góða byrjun á mótinu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is