Nægja töfrar Potters til að stöðva Liverpool?

Enska úrvalsdeildin í fótbolta heldur áfram um helgina er 13. umferðin fer fram. Liverpool, sem er ósigrað á toppi deildarinnar, fær Brighton í heimsókn klukkan 15 í dag. Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton, fékk nýjan sex ára samning í vikunni. Hann getur orðið fyrsti stjórinn til að bera sigurorð á Liverpool á leiktíðinni. 

Manchester City freistar þess að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar er liðið mætir Newcastle á útivelli í fyrsta leik umferðarinnar klukkan 12:30 í dag. Leicester, sem er með stigi meira en City og í öðru sæti, fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton í heimsókn klukkan 16:30 á morgun. 

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport kynna helgina í enska boltanum. 

Dagskrá helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni: 

Laugardagur: 
12:30 Newcastle - Manchester City (í beinni á Símanum sport)
15:00 Burnley - Crystal Palace 
15:00 Chelsea - West Ham 
15:00 Liverpool - Brighton (í beinni á Símanum sport og mbl.is)
15:00 Tottenham - Bournemouth 
17:30 Southampton - Watford

Sunnudagur: 
14:00 Norwich - Arsenal (í beinni á Símanum sport)
14:00 Wolves - Sheffield United 
16:30 Leicester - Everton (í beinni á Símanum sport)
16:30 Manchester United - Aston Villa

mbl.is