Gylfi með fyrirliðabandið

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem heimsækir Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 16:30. Gylfi ber auk þess fyrirliðabandið í dag, þar sem fyrirliðinn Seamus Coleman er ekki í leikmannahópnum.

Gylfi er því fyrirliði annan leikinn í röð en hann hefur endurheimt sæti sitt í liðinu eftir að hafa misst það í október. Everton er 17. sæti, aðeins tveimur stigum frá fallsæti en Leicester hefur verið í fantaformi og situr í þriðja sæti deildarinnar.

mbl.is