Guardiola mjög sáttur í viðtali við Tómas (myndskeið)

„Við spiluðum mjög vel, við spiluðum boltanum mjög vel og héldum honum betur en venjulega. Ég er mjög sáttur,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, í samtali við Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport í kvöld. 

City vann öruggan 4:1-sigur á útivelli gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og fór fyrir vikið upp í annað sæti deildarinnar. Það var kalt og aðstæður nokkuð erfiðar í Burnley. 

„Það er kominn vetur og desemberbrjálæðið er byrjað,“ sagði Guardiola en fram undan er leikur við Manchester United næstu helgi. „Við horfum á leikinn þeirra við Tottenham og við reynum að skoða þá þar,“ sagði Guardiola. 

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert