Mourinho tapaði á gamla heimavellinum

Harry Winks tæklar Daniel James, sem lendir á José Mourinho …
Harry Winks tæklar Daniel James, sem lendir á José Mourinho á Old Trafford í kvöld. AFP

Manchester United hafði betur gegn Tottenham er liðin mættust á Old Trafford í Manchester í kvöld, 2:1. Marcus Rashford skoraði bæði mörk United og kom sigurmarkið á 49. mínútu úr vítaspyrnu. 

United byrjaði af miklum krafti og skoraði verðskuldað fyrsta mark leiksins á sjöttu mínútu. Jesse Lingard vann boltann við vítateig Tottenham og hann barst á Rashford sem skoraði með föstu skoti á nærstöngina. 

Tottenham fékk ekki mörg færi í fyrri hálfleiknum, en skoraði samt sem áður jöfnunarmark á 39. mínútu. Dele Alli lék þá glæsilega á tvo varnarmenn í einu og skoraði framhjá David de Gea og var staðan í hálfleik 1:1. 

United byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri og eftir nokkrar mínútur í honum náði Rashford í vítaspyrnu eftir baráttu við Moussa Sissoko. Rashford fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi. Hvorugt liðið náði að skapa sér mjög opið færi það sem eftir lifði leiks og fagnaði United því sigri. 

Tapið er það fyrsta hjá José Mourinho síðan hann tók við Tottenham í síðasta mánuði, en hann var einmitt rekinn frá Manchester United í desember á síðasta ári. 

Chelsea og Leicester, liðin í öðru og fjórða sæti, unnu leiki sína. Leicester vann 2:0-heimasigur á botnliði Watford á meðan Chelsea vann 2:1-sigur á nýliðum Aston Villa á heimavelli. Þá vann Southampton gríðarlega mikilvægan 2:1-sigur á Norwich í fallbaráttuslag. 

Sigurinn var sá sjöundi í röð hjá Leicester og er Jamie Vardy búinn að skora í öllum sjö leikjunum. 

Chelsea - Aston Villa 2:1
Abraham 24., Mount 48. -- Trezeguet 41.

Leicester - Watford 2:0
Vardy, 55. víti., Maddison 90.

Southampton - Norwich 2:1
Ings 22., Bertrand 43. -- Pukki 66.

Wolves - West Ham 2:0
Dendoncker 23., Cutrone 86.

Man. Utd 2:1 Tottenham opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert