Geta unnið flest lið 5:0 (myndskeið)

„Þetta er grautur af báðu,“ svaraði Bjarni Þór Viðarsson í Vellinum á Símanum sport, aðspurður hvort Mesut Özil, leikmaður Arsenal, væri að spila undir getu, eða hvort liðið í kringum hann gerði honum of erfitt fyrir. 

„Þeir eru efstir í flestum tölfræðiþáttum þegar kemur að því að búa til færi og mörk. Þeir eru reiðir, þeir voru skarpir og áræðnir og geta þeir unnið flest lið 3, 4 eða 5:0. Leno heldur þeim á floti, hann er frábær markmaður,“ bætti Freyr Alexandersson við. 

Tómas Þór Þórðarson stjórnar þættinum og hér fyrir ofan má sjá innslagið. 

mbl.is