Meistararnir völtuðu yfir nýliðana

Sergio Agüero skráði sig í sögubækurnar.
Sergio Agüero skráði sig í sögubækurnar. AFP

Manchester City vann afar sannfærandi 6:1-sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. City skoraði sex fyrstu mörk leiksins og hefði munurinn getað verið meiri, áður en Villa skoraði sárabótarmark í uppbótartíma. 

Riyad Mahrez skoraði tvö fyrstu mörkin á fyrstu 24 mínútunum, áður en Sergio Agüero og Gabriel Jesus bættu við mörkum fyrir hlé. Með markinu hjá Agüero jafnaði hann met Thierry Henry yfir flest mörk hjá erlendum leikmanni í deildinni. 

Agüero bætti metið er hann kom City í 5:0 á 57. mínútu og bætti það svo enn frekar þegar hann fullkomnaði þrennuna á 81. mínútu með sjötta marki City og sínu 177. marki í deildinni. Anwar El Ghazi lagaði stöðuna í uppbótartíma úr vítaspyrnu og þar við sat. 

City er í öðru sæti með 47 stig, 14 stigum á eftir toppliði Liverpool, sem á leik til góða. Aston Villa er í 18. sæti með 21 stig, einu stigi frá öruggu sæti í deildinni. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aston Villa 1:6 Man. City opna loka
90. mín. Aston Villa fær víti Gundogan fellur Trezeguet. Villa fær gott tækifæri til að skora sárabótarmark.
mbl.is