Lingard að gera menn gráhærða

Jesse Lingard hefur ekki spilað vel fyrir United undanfarna mánuði.
Jesse Lingard hefur ekki spilað vel fyrir United undanfarna mánuði. AFP

Louis Saha, fyrrverandi framherji enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er allt annað en sáttur með Jesse Lingard, sóknarmann United, þessa dagana. Lingard hefur lítið sem ekkert getað með United á tímabilinu en honum tókst að fara í gegnum árið 2019 án þess að skora mark eða leggja upp í ensku úrvalsdeildinni. 

„Jesse er orkumikill leikmaður sem vinnur alltaf vel fyrir liðið,“ sagði Saha í samtali við enska fjölmiðla. „Hann er hins vegar í miklum vandræðum með að tengja saman miðju og sókn. Þá gengur honum afar illa á síðasta þriðjungi vallarins og hann er afleitur í að rekja lokahnykk á sóknir liðsins.“

„Ég verð stundum gráhærður við að horfa á hann spila því hann gerir ákveðna hluti mjög vel en svo eru aðrir hlutir, sérstaklega á síðasta þriðjungnum, sem hann gerir alls ekki vel. Það er mikið áhyggjuefni fyrir leikmann eins og hann sem titlar sig sóknarmann,“ bætti Saha við en Frakkinn skoraði 42 mörk fyrir United á árunum 2004 til ársins 2008.

mbl.is