Leikur Southampton og Burnley í beinni á mbl.is

Southampton fær Burnley í heimsókn í dag.
Southampton fær Burnley í heimsókn í dag. AFP

Leikur Southampton og Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem hefst klukkan 12:30 er sýndur beint á mbl.is.

Liðin eru bæði um miðja deild, í 11. og 13. sæti, með 31 stig en aðeins markatala skilur þau að. Jó­hann Berg Guðmunds­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, er ekki klár í slag­inn en hann hef­ur ekk­ert leikið með Burnley síðan hann meidd­ist í leik gegn Peter­brough í enska bik­arn­um í byrj­un árs. Hef­ur hann misst af fimm síðustu leikj­um.

Útsending hófst klukkan 12 en leikurinn er jafnframt í beinni útsendingu á Síminn Sport. Hér á mbl.is er hægt að sjá hann á síðunni Enski boltinn.

mbl.is