Dramatískur sigur Tottenham í markaleik

Heung-min Son fagnar sigurmarkinu.
Heung-min Son fagnar sigurmarkinu. AFP

Tottenham vann dramatískan 3:2-sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heung-min Son skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 

Villa byrjaði miklu betur og komst verðskuldað yfir á 9. mínútu þegar Toby Alderweireld skoraði sjálfsmark. Belginn kvittaði fyrir mistökin á 27. mínútu er hann kláraði glæsilega eftir hornspyrnu og jafnaði. 

Tottenham var ekki hætt í fyrri hálfleik því liðið fékk víti í lok hálfleiksins. Son fór á punktinn, Pepe Reina varði frá honum, en Suður-Kóreumaðurinn tók frákastið sjálfur og skoraði. Staðan í leikhléi var því 2:1. 

Það tók Villa átta mínútur að jafna metin í seinni hálfleik. Varnarmaðurinn Björn Engels skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu.

Engels gerði sig hins vegar sekan um hræðileg mistök í uppbótartíma þegar hann missti boltann afar klaufalega undir sig og beint á Son. Sóknarmaðurinn þakkaði fyrir sig og skoraði sigurmarkið. 

Aston Villa 2:3 Tottenham opna loka
90. mín. Giovani Lo Celso (Tottenham) á skot sem er varið Ekki mikill kraftur í þessu og Reina ver örugglega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert