Hitaði upp fyrir stórleikinn með ótrúlegu skoti (myndskeið)

Miðjumaðurinn ungi Mason Mount verður væntanlega í sviðsljósinu í kvöld þegar lið hans Chelsea tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 20.

Mount hefur vakið mikla athygli með Chelsea í vetur en hann lék sem lánsmaður með Derby í B-deildinni á síðasta tímabili, undir stjórn Franks Lampards sem nú stýrir Chelsea.

Mount hitaði upp fyrir stórleikinn með því að sýna ævintýraleg tilþrif á æfingasvæði Chelsea en Chelsea TV sendi Símanum Sport meðfylgjandi myndskeið af skoti frá Mount sem á engan sinn líka.

mbl.is