Mikilvægasti leikmaður Arsenal

Pierre-Emerick Aubameyang er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með sautján mörk.
Pierre-Emerick Aubameyang er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með sautján mörk. AFP

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Arsenal, er mikilvægasti leikmaður liðsins samkvæmt Mikel Arteta, þjálfara liðsins. Aubameyang hefur verið sterklega orðaður við brottför frá Arsenal undanfarna daga en hann var meðal annars orðaður við stórlið Barcelona og Juventus í janúar.

„Ég skal alveg viðurkenna það að ég var ekki viss hvað ég átti að halda fyrst þegar ég tók við liðinu,“ sagði Arteta í samtali við fjölmiðlamenn eftir 3:2-sigur Arsenal gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær en Aubameyang skoraði tvívegis í leiknum. „Hann hefur sýnt mér að hann er einbeittur á að gera vel fyrir félagið.“

„Ég er hrikalega ánægður með hann ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Hann er að skora mjög mikilvæg mörk fyrir okkur og svo er hann líka fyrirliði liðsins. Það er ekkert skrítið að hann sé eftirsóttur af stærri liðum enda frábær leikmaður og okkur mikilvægasti maður. Vonandi getum við haldið honum hér næstu árin,“ sagði Arteta enn fremur.

mbl.is