Öll lið í heiminum myndu sakna hans (myndskeið)

Manchester City og Arsenal eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 19:30 í kvöld. Um er að ræða leik sem var frestað vegna þátttöku Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins. 

City er í öðru sæti með 57 stig, 25 stigum á eftir topliði Liverpool og fjórum stigum á undan Leicester sem er í þriðja sæti. Arsenal er í níunda sæti með 40 stig og getur farið upp að hlið Wolves í sjötta sæti með sigri. 

Ian Wright, fyrrverandi leikmaður Arsenal, ræðir leikinn í meðfylgjandi myndskeiði og viðurkennir að hann sé feginn að Kevin De Bruyne er ekki með City vegna meiðsla. Öll lið í heiminum myndu sakna hans. 

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is