Coutinho gæti snúið aftur til Englands

Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. AFP

Þó nokkur ensk knattspyrnufélög hafa augastað á Philippe Coutinho, sókn­ar­manni Barcelona og fyrr­ver­andi leik­manni Li­verpool. Cout­in­ho er samn­ings­bund­inn Barcelona til árs­ins 2023 en hann er sem stend­ur á láni hjá Þýska­lands­meist­ur­um Bayern München.

Arsenal, Chelsea, Manchester United og Tottenham hafa öll áhuga á sóknarmanninum en hann á ekki mikla framtíð fyr­ir sér á Spáni sam­kvæmt frétt­um frá Katalón­íu. Barcelona borgaði Liverpool 142 milljónir punda fyrir hann í janúar 2018.

Bayern München er með for­kaups­rétt að leik­mann­in­um og get­ur keypt hann á 120 millj­ón­ir evra eft­ir tíma­bilið en þýska fé­lagið ætl­ar ekki að nýta sér for­kaups­rétt­inn.

mbl.is