Knattspyrnuheimurinn er í afneitun

Raul Jiménez fagnar marki fyrir Wolves í vetur.
Raul Jiménez fagnar marki fyrir Wolves í vetur. AFP

Fótboltaheimurinn er í afneitun yfir kórónuveirunni og þeim heimsfaraldri sem henni hefur fylgt. Áform um að klára tímabilið á England fyrir 30. júní eru móðgandi, en þetta segir Oliver Holt, íþróttaritstjóri Daily Mail.

„Við erum í afneitun um hvað er í gangi í heiminum, þessar dagsetningar sem menn ætla sér aftur út á völlinn eru ekki raunhæfar,“ sagði Holt í Sunday Supplement-hlaðvarpinu á Sky Sports þar sem margir af helstu íþróttafréttamönnum Englands koma saman.

„Allir helstu sérfræðingarnir í heilbrigðisgeiranum segja að við eigum eftir að sjá sprengju í þessum faraldri og allt tal um að fara að spila fótbolta aftur er móðgandi.“

Ensku deildirnar hafa frestað keppnum sínum til 30. apríl í fyrsta lagi og þá hafa einhverjir talað um að hefja aftur keppni um miðjan maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert