Ekki lengur frestað til 30. apríl

Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AFP

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar funduðu í dag vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og komust að niðurstöðu um að leikjum deildarinnar væri ekki lengur frestað til 30. apríl heldur ótímabundið. 

Verður fundað aftur í næstu viku og reynt að komast að frekari niðurstöðu um framhald deildarinnar. Segir í yfirlýsingu frá deildinni í dag að félögin munu vinna saman við að komast að niðurstöðu. 

Æ fleiri fé­lög í ensku úr­vals­deild­inni vilja af­lýsa yf­ir­stand­andi tíma­bili vegna ­veirunn­ar. Áður höfðu fé­lög­in kom­ist að sam­komu­lagi um að gera allt sem hægt væri til að klára tíma­bilið, en vegna al­var­leika út­breiðslu veirunn­ar á Englandi, fjölg­ar fé­lög­um sem skipt hafa um skoðun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert