Fyrsta úrvalsdeildarfélagið lækkar launin

Leikmenn Southampton.
Leikmenn Southampton. AFP

Fyrsta enska úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu til að semja við leikmenn sína um launalækkun er Southampton en forráðamenn félagsins hafa náð samkomulagi við alla leikmenn og þjálfara.

Ralph Hasenhuttl, knattspyrnustjóri liðsins, þjálfarateymi hans og leikmenn félagsins munu taka á sig launalækkun fyrir apríl, maí og júní til að hjálpa félaginu og tryggja rekstur þess á meðan kórónuveirufaraldurinn herjar á heimsbyggðina.

Nokkr­ar stjörn­ur úr ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta hafa snúið bök­um sam­an og stofnað sjóð til að hjálpa heil­brigðis­yf­ir­völd­um í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna. Jor­d­an Hend­er­son, fyr­irliði Liverpool, og Harry Kane, fyr­irliði enska landsliðsins, eru á meðal leik­manna sem taka þátt í söfn­un­inni. Hins vegar er Southampton eina félagið til að ná samkomulagi sem þessu við alla leikmenn sína.

mbl.is