Þrír hjá Watford með veiruna

Frá leik Watford og Liverpool.
Frá leik Watford og Liverpool. AFP

Tilkynnt var um sex kórónuveirusmit í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag hjá þremur mismunandi félögum. Fyrr í kvöld var tilkynnt að Ian Woan, aðstoðarþjálf­ari Burnley, væri einn þeirra smituðu og nú er komið í ljós að þrír hjá Watford eru með veiruna. 

Er um einn leikmenn og tvo aðra starfsmenn félagsins að ræða. Verða þeir í einangrun næstu sjö daga, en leikmenn í deildinni byrjuðu að æfa í dag í litlum hópum. Ekki er vitað hverjir hjá Watford eru með veiruna, þar sem einstaklingarnir hafa óskað eftir því að njóta nafnleyndar. 

Troy Deeney, fyrirliði Watford, gaf það út fyrr í dag að hann ætlaði ekki að mæta til æfinga í vikunni vegna ótta við veiruna þar sem hann á fimm mánaða son sem hefur glímt við öndunarerfiðleika. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert