Virðir umdeilda ákvörðun fyrirliðans

Nigel Pearson.
Nigel Pearson. Ljósmynd/Watford FC

Nigel Pearson, knattspyrnustjóri Watford á Englandi, segist virða ákvörðun fyrirliða síns Troy Deeney en Deeney neitaði að mæta til æfinga með liðinu í dag af ótta við að smitast af kórónuveirunni. 

Deeney á ungan son sem hefur glímt við öndunarerfiðleika og vildi Deeney ekki stofna lífi stráksins í hættu. Pearson var mættur á æfingasvæði félagsins í dag að fylgjast með liðsfélögum Deeney æfa. 

„Ég talaði við Deeney í gær og hann hefur það fínt og er í góðu formi. Ég vill ekki tala of mikið um einstaka leikmenn en við verðum að virða ákvarðanir leikmanna. Það eru enn ósvaraðar spurningar og ég skil ef leikmenn eru óöruggir,“ sagði Pearson við Sky. 

Ekki eru allir eins skilningsríkir í garð Deeney því Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sjónvarpsmaður á Sky, gagnrýndi þá leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að mæta aftur til æfinga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert