Landsliðsþjálfarinn mætir ekki á völlinn

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands. AFP

Ga­reth Southga­te, þjálf­ari enska landsliðsins í knatt­spyrnu, telur það hvorki viðeigandi né nauðsynlegt að hann mæti á leiki í úrvalsdeildinni þegar mótið hefst í júní.

Úrvalsdeildin hefst aftur 17. júní eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins og munu allir leikir vera spilaðir fyrir luktum dyrum vegna samkomubanns. Hefð er fyrir því að landsliðsþjálfarar mæti á leiki til að fylgjast með sínum leikmönnum en Southgate mun sennilega ekki hitta leikmenn sína fyrr en á næstu leiktíð.

England átti að mæta Ítalíu og Danmörku á Wembley í mars til undirbúnings fyrir Evrópumeistaramótið sem átti að fara fram í sumar. Því hefur hins vegar verið frestað til næsta árs og öllum landsleikjum sömuleiðis frestað vegna veirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert