Nágrannaslagurinn sýndur beint á mbl.is

Pedro Neto og félagar í Wolves geta komist í fimmta …
Pedro Neto og félagar í Wolves geta komist í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar í dag. AFP

Viðureign nágrannaliðanna Aston Villa og Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst klukkan 11.30 á Villa Park í Birmingham og er leikurinn sýndur beint hér á mbl.is.

Beina útsendingin er frá og með kl. 11.00 á vef mbl.is um enska fótboltann en leikurinn er jafnframt sýndur á Símanum Sport eins og flestallir leikir ensku úrvalsdeildarinnar.

Mikið er í húfi hjá báðum liðum því Wolves er í harðri baráttu um Evrópusæti á meðan lið Aston Villa berst fyrir lífi sínu í gríðarlega harðri fallbaráttu deildarinnar.

mbl.is