Sannfærandi hjá United á suðurströndinni

Mason Greenwood fagnar fyrsta marki leiksins.
Mason Greenwood fagnar fyrsta marki leiksins. AFP

Manchester United vann sannfærandi 3:0-sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Var United töluvert betri aðilinn allan leikinn og lokatölurnar gefa rétta mynd af leiknum. 

Hinn 18 ára gamli Mason Greenwood kom United á bragðið á 16. mínútu og Bruno Fernandes bætti við marki á 29. mínútu og var staðan í hálfleik 2:0. 

Fernandes var ekki hættur því hann bætti við þriðja marki United á 50. mínútu og þar við sat, þrátt fyrir fín færi beggja liða til að skora. 

United er í fimmta sæti með 52 stig, tveimur stigum frá Chelsea sem er í fjórða sæti. Brighton er í 15. sæti með 33 stig. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Brighton 0:3 Man. Utd opna loka
90. mín. Leik lokið Afskaplega verðskuldaður sigur hjá United í kvöld.
mbl.is