Mourinho með föst skot á Arsenal

José Mourinho ræðir við leikmenn í Sheffield.
José Mourinho ræðir við leikmenn í Sheffield. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, skýtur föstum skotum á Arsenal eftir að félagið gerði grín að lærisveinum Mourinho á samfélagsmiðlum eftir 1:3-tap gegn Sheffield United. 

Tottenham tapaði gegn Sheffield-liðinu í ensku úrvalsdeildinni þann 2. júlí síðastliðinn en aðeins fjórum dögum áður vann Arsenal 2:1-sigur í enska bikarnum á sama velli. Í kjölfar tapsins hjá Tottenham gerði Arsenal grín að Tottenham á samfélagsmiðlum. 

„Ég held ef Arsenal væri nálægt toppnum væri félagið ekki að njóta þess að sjá önnur félög í vanda. Þú nýtur þess aðeins að sjá önnur félög í vandræðum þegar þú ert sjálfur í basli. 

Þetta segir meira um þá en okkur. Arsenal hefur enga ástæðu til að fagna, svo þeir gleðjast þegar öðrum gengur líka illa. Staðreyndin er sú að við erum á svipuðum stað í deildinni,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik Tottenham og Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert