Fær ekki að mæta á æfingar hjá Arsenal

Matteo Guendouzi
Matteo Guendouzi AFP

Matteo Gu­endouzi, miðjumaður enska knatt­spyrnuliðsins Arsenal, fær ekki að mæta á æfingar hjá knattspyrnustjóranum Mikel Arteta. Frakkinn hefur farið fram á sölu frá félaginu og er ekki í náðinni hjá stjóranum.

Það er The Mirror sem segir frá þessu og kemur þar fram að Guendouzi hefur ekki mætt á æfingu með aðalliðinu í tæpar tvær vikur. Franski miðillinn L'Equipe hefur áður sagt frá því að leikmaðurinn vilji fara frá félaginu og þá gaf Arteta það í skyn á blaðamannafundi á dögunum að miðjumaðurinn ætti ekki framtíð hjá félaginu.

Miðjumaður­inn er aðeins 21 árs en hann á 82 leiki að baki fyr­ir Arsenal frá því að hann kom frá Lorient í heima­land­inu fyr­ir tveim­ur árum. Sam­kvæmt frétt L'Equipe hef­ur Frakk­inn verið sett­ur á sölu­list­ann hjá fé­lag­inu.

mbl.is