Dramatískt jafntefli á Old Trafford (myndskeið)

Manchester United mistókst að ná þriðja  sæt­inu í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu eft­ir jafn­tefli gegn Sout­hampt­on, 2:2, á Old Trafford í kvöld. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Stu­art Armstrong kom Sout­hampt­on yfir snemma leiks en Marcus Rash­ford og Ant­hony Martial svöruðu fyr­ir United um miðjan fyrri hálfleik­inn, 2:1. Þannig var staðan fram í upp­bót­ar­tíma leiks­ins þegar Michael Oba­femi jafnaði fyr­ir Sout­hampt­on og tvö dýr­mæt stig runnu United úr greip­um.

mbl.is