Annað fólk má rífast eins og það vill

Ole Gunnar Solskjær vildi ekki tjá sig um Evrópubann City.
Ole Gunnar Solskjær vildi ekki tjá sig um Evrópubann City. AFP

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United vildi ekki tjá sig um úr­sk­urð Alþjóða íþrótta­dóm­stóls­ins á mánudag, en dómstólinn ákvað að aflétta Evr­ópu­banni Manchester City.

Jürgen Klopp hjá Liverpool og José Mourinho stjóri Tottenham hafa báðir lýst yfir óánægju sinni með niðurstöðuna, en Norðmaðurinn Solskjær vildi lítið tjá sig um málið. 

„Annað fólk má rífast eins og það vill, en það er ekki mitt starf. Mitt starf er að gera strákana klára fyrir næsta leik,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í dag. 

„Fjármálareglurnar voru gerðar til að félög yrðu stöðug fjárhagslega og það er mikilvægt, en ég læt annað fólk ræða hvað sé rétt og hvað sé rangt,“ bætti Solskjær við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert