Staðan orðin slæm (myndskeið)

Staðan er orðin ansi slæm hjá Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að liðið gerði 1:1-jafntefli gegn Everton á Goodison Park í 36. umferðinni í kvöld.

Villa tók for­yst­una á 72. mín­útu þökk sé marki Ezri Konsa og var grát­lega nærri því að vinna lífs­nauðsyn­leg­an sig­ur í botn­bar­átt­unni en Theo Walcott jafnaði met­in á 87. mín­útu. Gylfi Þór Sig­urðsson byrjaði á vara­manna­bekk Evert­on og kom inn á 73. mín­útu. Mörkin og tilþrifin má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert