Kane í stuði gegn Leicester (myndskeið)

Tottenham vann öruggan 3:0-sigur gegn Leicester þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í London í dag.

Harry Kane skoraði tvívegis fyrir Tottenham í leiknum og þá varð James Justin fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 6. mínútu.

Leikur Tottenham og Leicester var sýndur beint á Síminn Sport.

Harry Kane skoraði tvívegis gegn Leicester í dag.
Harry Kane skoraði tvívegis gegn Leicester í dag. AFP
mbl.is