Voru aldrei að fara að gefast upp

Mikel Arteta fagnar með leikmönnum eftir leik.
Mikel Arteta fagnar með leikmönnum eftir leik. AFP

„Það var erfitt að fá mark á okkur snemma, en ég þekki leikmenn mína vel og þeir voru aldrei að fara að gefast upp,“ sagði kátur Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, í samtali við BBC eftir að liðið tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn með 2:1-sigri á Chelsea. 

„Eftir markið átti liðið bestu 30 mínúturnar síðan ég tók við og ég er mjög stoltur af að vera hluti af þessu félagi og þessum hópi. Það er mikilvægt að bæði vinna titil og komast í Evrópukeppni,“ sagði Arteta áður en hann hrósaði leikmönnum sínum enn frekar. 

„Leikmennirnir eru búnir á því. Þeir lögðu gríðarlega mikið á sig til að halda sér í formi á meðan tímabilið var í pásu. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd,“ sagði Arteta. 

mbl.is