City býður í annan varnarmann

Kalidou Koulibaly
Kalidou Koulibaly AFP

Manchester City hefur gert 57 milljón punda tilboð í Kalidou Koulibaly, varnarmann ítalska knattspyrnufélagsins Napoli, en enska götublaðið The Sun segir frá þessu. Senegalinn yrði þá annar miðvörðurinn sem City kaupir í sumar á eftir Nathan Aké sem kom frá Bournemouth.

Kouli­ba­ly er samn­ings­bund­inn Na­poli til sum­ars­ins 2023 en ít­alska fé­lagið er til­búið að selja Senegal­ann gott tilboð. The Sun segir að 57 milljónir munu ekki duga til en að forráðamenn City líti á þetta sem fyrsta boð af nokkrum.

Ásamt Aké er City búið að kaupa kantmanninn Ferran Torres frá Valencia en Manchester-liðið er í sókn á félagsskiptamarkaðnum eftir að hafa misst Englandsmeistaratitilinn til Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert