Frá Tottenham til Portúgal

Jan Vertonghen
Jan Vertonghen AFP

Belg­íski varn­ar­maður­inn Jan Vert­ong­hen fer í læknisskoðun hjá portúgalska liðinu Benfica í dag og ef allt gengur að óskum mun hann skrifa undir þriggja ára samning hjá félaginu.

Vertonghen er 33 ára gamall en hann yfirgaf Tottenham á frjálsri sölu fyrir nokkrum vikum eftir að hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni í átta ár. Hann spilaði yfir 300 leiki fyrir Lundúnaliðið.

Benfica var í öðru sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta keppnistímabili og tekur þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

mbl.is